FÓLKIÐ Á STOFUNNI

VILHJÁLMUR ÞÓR VILHJÁLMSSON

tannlæknir

Ég útskrifaðist úr tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 1998 og hef starfað sem tannlæknir síðan. Ég hóf störf á Selfossi og Hellu ásamt því að sinna tannlæknaþjónustu á Djúpavogi og Breiðdalsvík.
Árið 1999 opnaði ég eigin tannlæknastofu að Bæjarlind 6 í Kópavogi og starfaði þar fram í desember 2020 Einnig sinnti ég tannlæknastörfum á Búðardal, samhliða störfum mínum í Kópavogi.
Nú hef ég opnað Lindarbros, nýja og glæsilega tannlæknastofu sem verður vinnustaður minn í framtíðinni. Ég hef starfað sem almennur tannlæknir frá útskrift, vinn með börnum jafnt sem fullorðnum, framkvæmi allar hefðbundnar tannviðgerðir og rótfyllingar tanna. Einnig hef sérhæft mig talsvert í tannskurðlækningum, tannplantaaðgerðum ásamt smíði tanngerva.
Ég hef stundað virka endurmenntun í tannlæknafræðum, bæði hér á landi sem og erlendis. Þannig hef ég tileinkað mér og get boðið upp á allt það nýjasta sem er í boði í tannlækningum í dag, sem dæmi tannplantameðferðir, smíði margskonar tanngerva, bæði í tennta og ótennta einstaklinga.

INGI KR. STEFÁNSSON

tannlæknir

GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR

tannfræðingur

DROPLAUG KJERÚLF

aðstoðarmaður tannlæknis

Dodda starfar á stofunni sem aðstoðamaður tannlæknis. Hún tekur ávallt vel á móti sjúklingum með sínu hlýja viðmóti og bros á vör.

„Ég tek vel á móti fólki og legg mig fram við að láta því líða vel.“

ÞÓRA SÆVARSDÓTTIR

aðstoðarmaður tannlæknis