Leiðbeiningar eftir tannúrtöku og skurðaðgerðir í munni

Við tannúrtöku og skurðaðgerðir í munni myndast sár sem ekki er hægt að hirða um á sama hátt og venjulegt sár á húð, þ.e. með sáraumbúðum. Ráðlegt er því að halda kyrru fyrir og hvílast til að sárgræðslan fari fram á sem eðlilegastan hátt. Opnar blóðæðar lokast þá betur og blóðlifur fær tíma til að myndast.
Forðist að sleikja eða sjúga sárið, svo og að snerta það með fingri eða verkfærum.

Blæðing

Munnvatn getur verið blóðlitað í nokkurn tíma eftir aðgerð, án þess að um teljandi blæðingu sé að ræða. Ef blæðing er veruleg, takið þá hreinan sárabindisvöndul eða grisju, setjið yfir sárflötinn og þrýstið eða bítið þétt saman í u.þ.b. hálfa klukkustund. Endurtakið, ef með þarf. Betra er að hafa hátt undir höfði, þegar lagst er fyrir. Ef blæðing stöðvast ekki, leitið þá tannlæknis.

Verkur

Þegar deyfing hverfur, má vænta óþæginda eða eymsla í sárinu svo og aðliggjandi vefjum. Léttar verkjatöflur eins og magnyl eða íbúfen hjálpa oft. Eftir stærri aðgerðir er ráðlagt að taka verkjatöflur nokkru áður en deyfing hverfur. Séu þrautir enn miklar þrátt fyrir lyfjagjöf, ber að tala við tannlækni.

Fæði

Borðið reglulega og sleppið ekki úr máltíðum. Neytið mjúkrar fæðu.

Mikilvægt er að …

… forðast heita drykki

… nota ekki tóbak eða áfengi fyrstu dagana eftir aðgerð.

Bólgur

Bólga er algeng og eðlileg svörun líkamans við skurðaðgerðum og á ekki að valda áhyggjum. Eftir meiriháttar aðgerðir er ráðlagt að nota kalda bakstra til að draga úr bólgum og verkjum. Gott er að nota kalt, rakt handklæði eða plastpoka með ísmolum á andlit yfir aðgerðastað, sérstaklega fyrst eftir aðgerð. Vaxi bólgan að ráði og hækki líkamshiti, ber að leita ráða tannlæknis.

Munnhirða

Skolið munninn sem minnst fyrsta daginn. Næstu daga er ráðlagt að skola með volgu vatni, gjarnan saltvatnsupplausn. Hreinsið tennurnar, en snertið ekki sárið sjálft með tannbursta. Munið að góð munnhirða er nauðsynleg eðlilegri græðslu sára.

Hvers vegna þarf skorufyllur?

Tennur mannsins eru því miður þannig úr garði gerðar að tannsýkla og óhreinindi safnast auðvedlega í tyggiskorur tannanna og auka þ.m. hættuna á tannskemmdum, jafnvel þó þrifið sé vel. Skorurnar eru oft það djúpar og þröngar að burstahárin ná ekki að þrífa dýpstu pyttina. Þetta á aðallega við um sex ára jaxla og tólf ára jaxla.

Hvað er til ráða?

Best er að grípa inn í um leið og tönnin kemur upp í munnholið. Þá er einmitt mesta hættan á skemmdum. Tennurnar eru auk þess oft mjög aftarlega í annars litlum munni og erfitt getur reynst að koma burstanum svo langt aftur. Með því að fylla upp í skorur tannanna verður yfirborð tannanna auðþrífanlegara.

Hvað duga skorufyllur lengi?

Skorufyllurnar duga langt fram á fullorðinsár. Ef þær slitna óeðlilega er einfalt að koma þeim fyrir aftur og kjósa margir fullorðnir að gera það ef svo ber undir.

Hvernig er þetta gert?

Aðgerðin fellst í því að rispa upp og þrífa glerung tannanna í og við tyggiskorurnar og renna fljótandi plasti í þær. Ekki er þörf á deyfingu nema í þeim tilfellum þegar koam þarf gúmmídúk fyrir til einangrunar. Í einstaka tilfellum koma í ljós skemmdir og þarf þá að deyfa og gera við með stærri fyllingu.

Hvað er rótfylling?

Þegar tönn er rótfyllt er vefurinn í kvikuholi tannarinnar fjarlægður og komið er fyrir efni sem lokar og þéttir innra rými tannarinnar.

Hvað er tannkvika?

Kvikan er mjúkur vefur sem inniheldur taugar og æðar sem næra tönnina og veita henni skynjun.

Hvað gerist ef kvikan verður fyrir áverka?

Ef kvikan sýkist getur hún ekki gert við sig sjálf. Algengasta ástæðan fyrir sýkingu eru djúpar skemmdir eða tannbrot. Bakteríur í munnvatninu komast inní kvikuna og valda sýkingunni. Ef ekkert er að gert nær sýkingin inn að beini og graftarkýli getur myndast.

Hvers vegna þarf að fjarlægja kvikuna?

Eins og áður sagði getur kvikan ekki gert við sig sjálf. Fjarlægja þarf kvikuna því viðvarandi rótarsýking getur valdið það miklum bólgum í og við tönnina að fjarlægja verður hana. Þá getur viðavarandi sýking valdið varanlegum skemmdum í beininu í kringum tönnina.

Hvernig fer rótfyllingin fram?

Yfirleitt þarf eina til þrjár heimsóknir til að rótarhreinsa og rótfylla tönn.
Svæðið er deyft og gert gat inn í kvikuhol tannar.
Kvikuvefurinn er fjarlægður og rýmið er hreinsað og þjalað til í rétt form.
Stundum er bakteríudrepandi efni er komið fyrir í rótargöngum til að sótthreinsa þá.
Bráðabirgðafyllingu er komið fyrir í tönninni til að verja hanna milli heimsókna, þá getur einnig verið nauðsynlegt að gefa sýklalyf.
Kvikuhólfið og rótargangur eða rótargangar eru hreinsaðir og fylltir. Stundum er stálpinna komið fyrir í rótarganginum til að styrkja fyllinguna sem fer í krónuhluta tannarinnar.
Lokaskrefið felur í sér að koma krónu yfir tönnina.

Hve lengi endist rótfylling?

Rótfylling á að geta dugað ævina út. Krónuhluti tannarinnar getur þó orðið fyrir skemmdum, allt eftir því hvernig þrif eru. Króna yfir rótfyllta tönn gefur betri endingu. Rótfylltar tennur verða þurrar og stökkar með tímanum og því enn frekar nauðsyn að koma fyrir krónu yfir tönnina til að styrkja hana og vernda.

Gervitennur eru hjálpartæki

Þótt óheppilegt sé að missa sínar eigin tennur þá eru gervitennur mikilvægari fyrir heilsufar og vellíðan fólks en sýktar eigin tennur. Útlit hefur einnig mikið að segja og fallegar gervitennur geta aukið á sjálfsöryggi fólks sem kannski hefur ekki geta brosað framan í heiminn í langann tíma.

Árangur

Hversu vel tekst til við smíði gervitanna fer eftir ýmsu og getur það verið mjög einstaklingsbundið hverni til tekst.
Þættir eins og aldur, heilsa, skapferli, lögun og stærð munnisins og hve langt er síðan tennur voru fjarlægðar skipta máli. Ekki má gleyma væntingum sjúklings sem ráða miklu auk áhrifa frá vinum og ættingjum. Engir tveir eru eins og hafa skal í huga að árangur er aldrei sá sami í tveimur tilfellum.
Þá skal ávallt hafa í huga að gervitennur jafnast aldrei á við eigin tennur en svo sannarlega eru þær betri en engar tennur eða sýktar eigin tennur

Aðlögunartími

Það að venjast gervitönnum getur tekið langan tíma og krefst mikillar festu og þolinmæði. Það tekur suma margar vikur að ná tökum á þeim og fer m.a. eftir fyrrgreindum þáttum. Sú framandi tilfinning að hafa gervitennurnar í munninum hverfur eða a.m.k. minnkar með tímanum.

Tygging og tal

Enginn skyldi ætla að auðvelt sé að borða með nýjum gervitönnum fyrst í stað. Ráðlagt er að taka sér góðan tíma. Takið litla bita í fyrstu og deilið tuggunni milli beggja helminga munnsins. Þá getur tekið langan tíma að venja sig af óeðlilegum tyggingarmáta ef áður voru notaðar lélegar gervitennur eða fáar og ónýtar eigin tennur. Þá getur verið erfitt að framkvæma ákveðin hljóð við tal en fljótlega kemst fólk upp á lag með það. Sérstaklega er um að ræða s-og f-hljóð.

Ávanar og kækir

Ekki er æskilegt að venja sig á kæki svo sem að velta neðri góm eða vera að sífelldu japli og gnístri. Slíkt veldur óæskilegu og auknu álagi á undirliggjandi slímhúð.

Viðhald

Gervitönnum þarf að halda við og er ekki æskilegt nota tennur lengur en í tíu ár. Undirstöðuvefir tannanna taka breytingum með árunum og gera það að verkum að tennur fara að passa verr. Í millitíðinni er hægt að leiðrétta smá breytingar á undirlaginu með því að fóðra tennurnar. Komið reglulega í eftirlit og látið tannlækninn skoða ástand tannanna með reglulegu millibil svo unnt sé að grípa inn í. Lélegar gervitennur gera illt verra og geta gert það að verkum að þegar loksins á að gera nýjar tennur verður árangurinn ekki eins góður.

Þrif

Um þrif á gervitönnum gilda sömu lögmál og með eigin tennur. Þær þarf að þrífa kvölds og morgna og jafnvel milli mála Notið þó ekki tannkrem því í því er slípimassi sem eyðir upp plastinu. Best er að nota handsápu.
Fyllið vaskinn af vatni og þrífið tennurnar yfir vatninu því þá er síður hætta á að ef þið missið tennurnar þá muni þær brotna.
Þá er einnig gott að nota þar til gerðar hreinsitöflur sem leggja má tennurnar í yfir nótt sem leysa upp tannstein og önnur óhreinindi. Tannsteinn getur nefnilega einnig lagst á gervitennur eins og aðrar tennur. Einnig getur verið gott að láta tennurna liggja í klórhexedín munnskoli af og til en við það drepast bakteríur og sveppir. Klórhexedín fæst í öllum apotekum undir sérheitinu Corsodyl.
Hreinar tennur falla betur að undirlaginu, líta betur út og koma í veg fyrir andremmu.

Á næturnar

Ekki er mælt með því að sofið sé með tennurnar. Að öllu jöfnu þarf slímhúðin hvíld yfir nóttina auk þess sem beinrýrnun getur orðið hraðari sökum aukins álags. Geymið tennurnar í köldu vatni. Forðist algerlega að geyma tennurnar þurrar.
Með reglulegu millibili getur verið gott að geyma tennurnar í sótthreinsandi legi, annaðhvort í óþynntum legi í nokkra klukkutíma eða yfir nótt í þynntum legi. Corsodyl eða sambærilegir vökvar eru sérstaklega góðir og geta komið í veg fyr sveppasýkingar. Fáið ráðleggingar hjá tannlækninum um slíkt.

Er aukin hætta á tannskemmdum fyrir og eftir meðgöngu?

Í raun hafa engar rannsóknir sýnt fram á bein tengsl þungunar og aukinnar tannskemmdatíðni. Það eru miklu frekar utanaðkomandi þættir sem þeim valda. Utanaðkomandi þættir eru m.a. sykurneysla og þrif. Þegar verðandi mæður hætta að vinna og hafa meira tíma aflögu heima við hættir þeim til að breyta matarvenjum sínum og narta meira milli mála. Þetta er sérstaklega áberandi eftir meðgöngu þegar að vökunætur og tímaleysi gera það að verkum að nart milli mála eykst. Þrifnaðarvenjur breytast einnig og mæður jafnt sem feður sofna oftar með óburstaðar tennur.

Hvað get ég gert?

Það sama og venjulega bursta og nota tannþráð en hafa í huga að breytingunum sem fylgja barneigninni fylgja oft breytingar í matar og þrifnaðarvenjum. Margar mæður tala um að tennur þeirra skemmist á meðgöngunni. Það getur verið rétt en munið að það eru Karíus og Baktus sem skemma tennurnar og þeir lifa á sykri. Þungunin hefur ekki áhrif beint eða óbeint á þá heldur er það burstunin sem skiptir máli.

Hvað með tannholdið?

Öðru máli gegnir um tannholdið. Bakteríur í tannholdinu sem að öllu jöfnu valda ekki neinum óþægindum geta nýtt sér progesterone og estradiol hormón úr blóðinu sem fæðu. Þetta eru þau hormóm sem líkami kvenna framleiðir meira af við þungun. Bakteríunum fjölgar þ.a.l. og erfiðar reynist að berjast gegn þeim Þá valda þessi hormón einnig breytingum í fínum háræðum tannholdsins sem gera það viðkvæmara fyrir áreiti frá bakteríum og áverka t.d. frá tannbursta. Einnig er talið að bæling ónæmiskerfis hafi áhrif enn fyrrgreindir þættir ráða meiru.Til er nokkuð sem heitir “meðgöngu-tannholdsbólaga” og er nokkuð algeng. Talið er að 30-100% kvenna finni fyrir einhverjum einkennum tannholdsbólgu aðallega á þriðja til áttunda mánuði meðgöngu. Tannholdið á milli tannanna verður skyndilega mjög bólgið og blæðir úr tannholdinu við minnstu snertingu Þá geta komið all fyrirferðamiklir stakir bólguhnúðar í tannholdið á milli tannanna.

Hvað er til ráða?

Munið bara að þungunin sjálf veldur ekki bólgunum. Það bakteríunar sem það gera. Þungunin og breytingin sem hún veldur gerir bara bakteríunum auðveldar fyrir. Þess vegna eru það alltaf þrifin sem skipta mestu máli. Regluleg notkun tannþráðs og burstun tvisar á dag er alltaf lykilatriði. Ef vart verður við bólgur í tannholdi leitaðu til tannlæknis og hann á að geta leiðbeint þér varðndi notkun á munnskoli sem oft hjálpa í verstu tilfellunum.

  • Bursta tennurnar og fara með tannþráð áður en lýsingarskinnan er notuð.
  • Setja góðan dropa af efni í góminn á þann flöt sem snýr fram, þ.e. sem fer á framhlið tannanna. Ekki á að setja hvítunarefni á bakflöt tannarinnar.
  • Setja gómana upp í sig og strjúka með puttanum yfir góminn/tennurnar svo að efnið dreifist yfir allan tannflötinn.
  • Fjarlægja skal efni sem fer upp úr gómnum og á tannholdið.
  • Hafa skal skinnuna í 2 klst á dag í 5-7 daga. Allt eftir þörfum, það má lengja tímann sem skinnan er notuð í hvert skipti og nota hana fleiri daga en sagt er á undan.
  • Gott er að nota Sensodyne tannkrem á meðan til að fyrirbyggja kul en ef að mikið kul kemur má hvíla sig á skinnunni í nokkra daga og nota flúorskol. Kulið jafnar sig og er ekki varanlegt. Einnig er gott að setja sensodyne tannkrem inn í skinnuna og vera með yfir nótt.
  • Ef einstaka tennur eru gulari en aðrar er hægt að setja bara efni á þær tennur en sleppa hinum.
  • Það er stranglega bannað að drekka rauðvín og berjasafa á meðan meðferð stendur.
  • Þegar búið er að nota góminn á að bursta/skola hann upp úr vatni og bursta tennurnar á eftir.

Endajaxlarnir eru síðustu tennurnar sem koma upp í munninum og gerist það oft um tvítugsaldurinn. Stundum eru væg óþægindi tengd uppkomu þeirra, slíkt er eðilegt og gengur oftast yfir á nokkrum dögum. Ef plássið er nægt í munninum og þeir komast eðlilega á sinn stað þá þarf oft ekki að fjarlægja þá.

Oftar en ekki er ónógt pláss fyrir endajaxlana. Þeir komast þá ekki uppúr beininu nema að litlu eða engu leyti, vaxtarstefna þeirra er röng og útséð að þeir komist eðlilega á réttan stað.

Erfitt getur verið að bursta þannig endajaxla eða nota tannþráð við þá. Þeir geta verið einkennalausir lengi en á endanum er afar líklegt að þeir verið til vandræða.

Þeir geta skemmst, oft fylgir þeim vond lykt og bragð, verkir og einnig getur bólga myndast í kringum þá, sem að stafar af sýkingu í tannholdinu við jaxlana. Í verstu tilfellunum geta svoleiðis sýkingar orðið alvarlegar.

Ef jaxlinn liggur á hliðinni getur sýkingin dreift úr sér í jaxlinn framan við endajaxlinn og skaðað hann.

Almennt gildir sú regla að tennur (og þar með endajaxla) sem ekki komast eðlilega fram í munninn er best að fjarlægja á aldrinum 18 – 30 ára, helst áður en einhver vandamál koma upp. Á þessum aldri er aðgerðin auðveldust og sjúklingurinn fljótur að jafna sig.
Auðvitað má fjarlægja endajaxlar síðar á ævinni og það gengur venjulega vel fyrir sig.

Hvað er rótfylling?
Þá er tannkvika/taugavefur tannar fjarlægður, rótargangar Sótthreinsaðir og síðan eru rótargangar fylltir með þar til sérstöku fyllingarefni, sem lokar og innsiglar rótargangana.

Hvað er tannkvika?
Tannkvika er mjúkur vefur sem inniheldur æðar og tauga sem Næra tönnina og veita henni skynjun. Tannkvikan er staðsett Inní miðju tannkrónunnar og liggur þaðan ofaní ræturnar eftir rótargöngum sem staðsett eru innan í tannrótinni.

Hvað gerist ef tannkvikan skaðast?
Ef tannkvikan skaðast eða sýkist þá getur hún ekki lagað sig Sjálf. Algengast orsökin fyrir sýkingu eru djúpar skemmdir eða tannbrot. Við það komast bakteríur úr munnholinu eða munnvatninu inní tannkvikuna og valda sýkingum. Ef ekkert er aðgert þá nær sýkingin úti í beinið sem umlykur tönnina og graftarkýli myndast.

Er rótfylling sársaukafull?
Oftast ekki og þar sem þessi aðferð er gerð í deyfingu. Hins vegar getur stundum reynst erfitt að deyfa tennur sem að mikil bólga og sýking er í.

Hvernig rótfylling framkvæmd?
Tannkvikan er fjarlægð með þartil gerðum rótarþjölum, rótargangar er mótaðir til, rótargangar sótthreinsaðir og síðan eru rótargangarnir fylltir með þartil gerðum rótfyllingarefnum.

Hversu langan tíma tekur rótfylling?
Yfirleitt tekur rótfyllingarmeðferð tvær, þrjár heimsóknir en meðferð í flóknum margróta tönnum getur tekið lengri tíma.

Hvað kostar rótfyllingarmeðferð?
Kostnaður við rótfyllingarmeðferð er mismunandi eftir tönnum og fjölda rótaganga sem verið er að meðhöndla, einnar rótar tennur eru auðveldari í meðhöndlun og kostar meðferðin því
minna en þegar að verið er að meðhöndla margróta tennur. Oftast er hægt er að fá kostnaðaráætlun hjá tannlækni við upphaf meðferðar.

Hversu lengi endist rótfylling?
Við rótarmeðhöndlun þorna tennurnar upp og geta orðið stökkar, því er nauðsynlegt að setja góða fyllingu í tannkrónuna og stundum er nauðsynlegt að smíða postulínskrónu á tönnina til að styrkja hana nægilega aftur.

Dökkna tennur eftir rótfyllingar?
Rótfylltar tennur eiga það til að dökkna meira með árunum en lifandi tennur.Gerist það þá er stundum hægt að lýsa tennurnar aftur innanfrá eða þá bæta útlit tannar með plastfyllingaefnum eða þá að smíða postulínskrónu yfir rótfylltu tönnina.

Hverjar eru batahorfur tannar eftir rótfyllingu?
Batahorfur rótfylltra tanna eru yfirleitt um 80-90%. Ef að sýking kemur upp aftur í tönninni þá er yfirleitt hægt að endurrótfylla tönnina eða þá að framkvæma svokallaða rótarendaaðgerð.

Hvernig líður manni í tönninni eftir rótarmeðhöndlun?
Oftast er tönnin viðkvæm í tvær til fjórar vikur eftir að rótargangar hafa verið hreinsaðir og nægir yfirleitt að taka væg bólgueyðandi lyf fyrst á eftir. Þegar tönn hefur verið rótarfyllt er ekki óalgengt að finna einkenni frá tönn í einhvern tíma á eftir, svokallaðir draugaverkir en einkennin hjaðna svo með tímanum.

Er meðferð lokið eftir rótarfyllingu?
Mjög mikilvægt að setja góða fyllingu eða postulínskrónu fljótlega eftir rótarmeðferð, þarsem að bráðabirgðafyllingar eiga það til að brotna með tímanum og þá geta rótargangarnir sýkst aftur! Einnig eru meiri líkur á að tönnin brotni þegar að bráðabirgðafylling er höfð í tönn í of langann tíma!

Tannplantar eða bein-implönt, eru beinskrúfur úr titanium-málmi, sem hægt er að græða í kjálkabein. Tannplantar koma í raunninni í staðinn fyrir rætur tanna sem hafa tapast.
Þannig kemur tannplantinn í stað stakrar tannar sem hefur tapast, er tannplantinn skrúfaður í tannstæðið þarsem tönnina vantar eða ef að það vantar margar tennur í eina hlið munnholsins þá er hægt að setja tvo eða fleiri tannplanta í það svæði.
Tannplanta má einnig nota þar sem margar tennur vantar og þá eru settir tveir eða fleiri tannplantar og þeir notaðir sem undirstöður fyrir brú eða fyrir gervitennur sem kallast ásetugómar, þá eru festar tilpassandi smellur í gómana eða þá að ásetugómarnir eru skrúfaðir fastir á tannplantana.
Það er alla jafna lítil aðgerð að koma tannplanta fyrir í kjálkabeini. Fyrst eru teknar góðar rtg-myndir og gerðar nákvæmar mælingar á kjálkabeininu.
Aðgerðin er framkvæmd í staðdeyfingu. Tannholdinu er er opnað og ýtt ögn til hliðar og tannplantanum er skrúfaður á sinn stað. Síðan er tannholdið saumað til baka. Eftir sjö til tíu daga er tannholdið gróið og þá má fjarlægja saumana.
Tannplanti þarf venjulega að gróa fastur við beinið áður en endanlegri krónu er komið fyrir. Græðslan tekur tíu til tólf vikur, í undantekningartilfellum lengur. Þegar tannplantinn er að fullu gróinn, þá er hann beinfastur í beininu og getur haldið uppi krónu, brú eða verið festing fyrir lausan góm.
Ísetning tannplanta í tannlaus bil eða alveg tannlausan kjálka eykur mjög á lífsgæði fólks, það á auðveldara með að neyta matar, fylling eykst undir varir og kinnar og folk þarf ekki að skammast sín fyrir að brosa, en fólk á það til að hætta að brosa eða fela brosið, þegar að tönn eða tennur vantar í munnholið!