VIÐ TÖKUM Á MÓTI ÞÉR MEÐ BROS Á VÖR

Þjónusta

Þjónusta

Lindarbros sinnir almennum tannlækningum. Umhyggja fyrir skjólstæðingum er mikilvægur þáttur í þjónustu okkar á Lindarbrosi og við reynum ávallt að bregðast skjótt við ef upp koma tannskemmdir eða annað óvænt – það borgar sig sjaldnast að bíða.

Traust og virðing

Traust og virðing

Gagnkvæmt traust er okkur á Lindarbrosi mikilvægt í samskiptum tannlæknis og sjúklings. Við sækjum stöðugt endurmenntun og fylgjumst vel með nýjungum í tannlækningum – þú getur treyst því að við leggjum okkur fram við að veita þér góða þjónustu.

Notalegt andrúmsloft

Notalegt andrúmsloft

Á tannlæknastofunni Lindarbrosi er þægilegt og afslappað andrúmsloft svo skjólstæðingum okkar líði vel. Börnin (og fullorðnir) geta horft á sjónvarp á meðan þau eru í stólnum og auðvitað fá þau verðlaun í lok heimsóknar. Við erum í Bæjarlind 12 í Kópavogi.

Tímabókanir

Tímabókanir

Við tökum á móti símapöntunum alla virka daga á milli klukkan 8.15 og 16.30 í síma

564-6550

STARFSFÓLKIÐ

null

Villi útskrifaðist úr tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 1998 og hefur starfað sem tannlæknir síðan.

„Árið 1999 opnaði ég eigin tannlæknastofu að Bæjarlind 6 í Kópavogi og starfaði þar fram í desember 2020. Nú hef ég opnað Lindarbros, nýja og glæsilega tannlæknastofu sem verður vinnustaður minn í framtíðinni.“

Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson

tannlæknir
null

Ingi Kr. Stefánsson

tannlæknir
null

Guðrún Árnadóttir

tannfræðingur
null

Dodda starfar á stofunni sem aðstoðamaður tannlæknis. Hún tekur ávallt vel á móti sjúklingum með sínu hlýja viðmóti og bros á vör.

„Ég tek vel á móti fólki og legg mig fram við að láta því líða vel.“

Droplaug Kjerúlf

aðstoðarmaður tannlæknis
null

Þóra Sævarsdóttir

aðstoðarmaður tannlæknis

TANNLÆKNASTOFAN LINDARBROS

Tannlæknastofan Lindarbros
Bæjarlind 12, Kópavogi
Opnunartímar: 8.15 til 16.30 virka daga
Sími: 564-6550 | Netfang: lindarbros@lindarbros.is